þriðjudagur, október 03, 2006

bláa bókin með fordómunum

Munið þið eftir bláu bókinni með fordómunum?
Bókin sú var kennd í samfélagsfræði í 5 bekk ( i hvert fald í mínum barnaskóla) og byrjaði á orðunum: Í heiminum eru til 3 tegundir manna. Hvítir, gulir og svartir.

Ætla ekki að ábyrgjast að þetta sé orðrétt citat, en þetta var alla vega innihaldið.

Nafnið (bláa bókin með fordómunum) kemur frá íslenskukennaranum mínum og á tímabili gettubetur þjálfararanum mínum í fjölbraut. (Sem myndi btw snúa sér við í gröfinni ef hún væri ekki ofanjarðar ennþá, ef hún sæi allar þessar slettur og málfarsvillur!!!)

Mér fannst þetta annars bara ágætisbók á sínum tíma. Hef ekki lesið hana "nokkuð lengi" en man samt eftir því að ég lærði nöfnin á heimsálfunum úr þessari bók.

Sem er akkúrat upphaf og endir þessarar færslu.

Hafið þið spáð í að allar heimsálfurnar byrja á A nema Evrópa?!?!?
Afríka, Ameríka (N&S), Antartíka, Asía og Ástralía.

Finnst þetta jaðra við einelti og legg til að bætt verði úr þessu hið snarasta!
Hljóma Efríka, Emeríka, Entertíka, Esía og Estralía ekki miklu betur?

Jú, hélt það!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sko, það má deila um þetta með álfurnar. Mætti segja Eyjaálfa til að gera e-inu hærra undir höfði! Ekki það að A sé ekki ágætis stafur!

03 október, 2006 18:47  
Blogger Jón Grétar said...

Til að takmarka vesen og pappírsvinnu getum við líka bara kallað Evrópu Avrópu og málið er dautt :)

03 október, 2006 21:03  
Anonymous Nafnlaus said...

átt þú ekki að vera að spá í gáfulegri hlutum, mín kæra????

04 október, 2006 00:57  

Skrifa ummæli

<< Home