þriðjudagur, september 19, 2006

þetta kemur allt með hægðunum...

jæja, það er víst kominn tími á almennilega færslu.

Eins og kom fram hérna síðast þá er ég komin aftur út og í þetta skiptið var Stefán með í handfarangrinum. (þó það sé nú eiginelga ekki rétt að segja það, því hann kom ekki fyrr en daginn á eftir mér ;o)

Borgný hafði tekið við lyklunum að nýjú íbúðinni og flutt allt sitt hafurtask þangað áður en hún fór í 2 vikna víkingasiglingu. Elva fékk svo lyklana hjá henni og gat þess vegna komið og hitt mig þegar ég kom af flugvellinum til að opna fyrir mér. Eða það héldum við! Við Elva báðar mættar á tröppurnar, Elva með umslagið frá Borgný óopnað í höndunum og allt ready til inngöngu.

Voða spenna, umslagið opnað og allir (báðar) tilbúnir til inngöngu...

... engir lyklar í umslaginu! (fyrir utan reyndar geymslulykilinn að Holsteinsgade, sem nýttist frekar illa í þessum aðstæðum)

Ekkert sérstaklega góð byrjun en víkingaskipið var komið í höfn og Borgný líka, svo eftir nokkurra tíma bið gat hún komið og opnað fyrir okkur, okkur öllum til mikillar ánægju. Biðin var hins vegar nýtt í mjög svo ánægjulegt pizzaát í boði 7-11 og Elvu, og update á öllum helstu viðburðum liðinna vikna í Danmörku og á Íslandi þar sem Líney og Elva sáu um Danmerkurhliðina en ég um Íslandshliðina.

Þegar inn var komið reyndist íbúðin flennistórt flatarmál með óskiljanlegt magn af veggjum, eða alla vega, óskiljanlegum staðsetningum á þeim! Það getur reyndar verið afskaplega hentugt að hafa vegg sem nær ca 1/5 inn í herbergi hvorum megin frá, ég veit bara ekki enn þá til hvers :o)
Svo er náttúrulega alger nauðsyn að hafa sitthvert herbergið fyrir klósettið og baðvaskinn, ekki viljum við nú blanda þessu tvennu saman! Það sjá allir að það myndi allt fara í rugl og ekki víst að allir vissu hvað ætti að nýta í hvað. Þeir eru sko sniðugir danirnir, búnir að sjá fyrir þessu!
Best er þó staðsetning hurða hérna. Til dæmis er ég með tvær hurðir á sturtunni (sem er reyndar í sama herbergi og klósettið, vona að það fari enginn að ruglast á þessu tvennu!) Önnur liggur úr herberginu þar sem vaskurinn á heima, en hin liggur fram á gang.

Já, fram á gang. Sérstakan stigagang sem væntanlega liggur inn á bað í öllum íbúðunum fyrir ofan okkur líka!

Þetta er nottlega afspyrnu sniðugt fyrirkomulag, og mjög nýtilegt þegar við Stefán komum heim drulluskítug upp fyrir haus eftir mikla erfiðisvinnu útivið. Þá þurfum við ekkert að vera að æða í gegnum íbúðina heldur getum bara labbað beint inn í sturtu eftir sérstökum stigagangi. Það vantar ekki lausnirnar hérna, þetta er bara eins og að vera í Ikea!!!

Við eyddum nóttinni hérna 3, hefðum getað verið hver með sitt herbergið en þá hefði reyndar ein þurft að vera í félagsskap klósetts og sturtu, eða baðvasks, svo við vorum ekkert að því. Þurftum líka að tala svo mikið að það gekk ekkert upp heldur að vera að kallast á ;o)
Skiptum síðan út fólki daginn eftir þegar Líney fór heim til Íslands (og er sárt saknað hérna:´o( en Stefán kom til Danmerkur. Það var reyndar mjög gott, en bæði betra!

Við erum síðan búin að flytja 2 x, einu sinni fluttum við Borgny úr íbúðinni, og einu sinni fluttum við allt dótið af Holsteinsgade í íbúðina.

Það var ævintýri út af fyrir sig þar sem við fengum mannskap sérsendan frá Svíþjóð (Gunnar bróður) og létum húsgögn síga fram af svölum. Fluttum svo allt í bíl sem var leigður frá bílaleigu sem ber það traustvekjandi nafn: lej et lig.

Gunnar fékk svo að borga fyrir gistinguna með rafmagnsvinnu þar sem reynt var að bæta úr ljósaskorti, (ekki að hann hafi lagt neitt af mörkum í flutningunum, nei nei nei) og Viktoría sem kom daginn eftir sá um skápaleysið og setti saman ógrynni af húsgögnum með undirritaðir og ektamakanum. Þau þora hvorugt að koma í heimsókn framar.

Skólinn er líka byrjaður en með hverjum deginum sé ég meira eftir því að hafa ekki fengið tölfræðina hans Tóta metna. Gæti grátið þegar ég hugsa um verkefnið sem ég skilaði í gær!!!!

Þetta fer samt allt að komast á gott ról, bæði íbúðin og líka skólinn (já mamma, ég er dugleg að læra heima :o)

Gott í bili

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alveg magnað hreint hvað danirnir eru góðir í skipulagsmálunum. Það mætti halda að IKEA væri frá þeim komið en ekki nágrönnum þeirra í norðri.

Er farin að hlakka til að sjá þessa svakalegu íbúð!

20 september, 2006 09:17  
Anonymous Nafnlaus said...

oh, þið losnið ekki við mig..... ég á eftir að koma í heimsókn til ykkar með manninn minn og börnin 3.....fínt að vera í flatsæng;) Rúm eru fyrir aumingja, hahaha.....

21 september, 2006 03:08  
Blogger Kristín Una said...

ég er nú líka með sér herbergi fyrir vaskinn og klósettið. Svo er sturtan líka með klósettinu hjá mér. Yfir klósettinu to be exact:) Það er svosem ágætt, maður getur sparað tíma og gert bæði í einu, sturtað sig og kúkað, ef maður er í mikilli tímaþröng. ég kvarta ekki! Bara lykilatriði að setja klósettpappírinn á öruggan stað áður en maður fer í sturtu. Það vill gleymast.

21 september, 2006 12:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ágætt að það telst ævintýri að fá mig í heimsókn.
Sagan af klósett og sturtumálum Kristínar í Kína minnir mig á sögu sem Fríður sagði, meðan við vorum að borða, um stelpu sem kúkaði í sturtunni. Sú hefur sennilega verið vön kínverska fyrirkomulaginu...

22 september, 2006 00:49  

Skrifa ummæli

<< Home